Bólusettu börnin eru landverðir

Haraldur Briem sóttvarnalæknir.
Haraldur Briem sóttvarnalæknir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ekki er vitað til þess að misl­ing­arn­ir sem bár­ust hingað til lands með ungu barni í síðustu viku hafi smit­ast víðar. Helst var tal­in hætta á að smitið hefði borist til annarra óbólu­settra barna á Barna­spítal­an­um.

„Nú bara kross­um við fing­ur og von­um að við fáum ekki fleiri til­felli,“ seg­ir Har­ald­ur Briem sótt­varna­lækn­ir. „Það get­ur auðvitað gerst, en það verður ekki neitt stórt, það held ég að geti ekki verið.“

Land­spít­al­inn hef­ur haft sam­band við for­eldra óbólu­settra barna sem gætu hafa smit­ast og boðið þeim nauðsyn­lega þjón­ustu og ráðlegg­ing­ar.

Ferðalög og fólks­flutn­ing­ar auka hætt­una

Har­ald­ur bend­ir á að bólu­setn­ing­ar séu sam­fé­lags­lega mik­il­væg aðgerð. „Ég vil nú kalla bólu­settu börn­in okk­ar land­verði, því þau stuðla að því að halda burtu sjúk­dóm­um. All­ir þeir sem eru bólu­sett­ir eru land­verðir.“

Barnið sem smitaðist er aðeins 13 mánaða og því ekki komið á bólu­setn­ing­ar­ald­ur, sem er 18 mánuðir. Ljóst er að þetta fyrsta misl­inga­smit á Íslandi í 18 ár barst að utan, en ein­kenn­in komu ekki upp fyrr en um það leyti sem fjöl­skyld­an kom heim úr ferðalagi.

Að sögn Har­ald­ar er meðgöngu­tími misl­inga 10-12 dag­ar frá smiti og lík­legt að barnið hafi verið hætt að bera smitið með sér fljót­lega eft­ir að það var lagt inn á spít­al­ann. Systkini og for­eldr­ar barns­ins eru öll bólu­sett gegn misl­ing­um og því var­in, líkt og meiri­hluti Íslend­inga. 

Auk­in ferðalög og fólks­flutn­ing­ar milli heims­hluta auka hins veg­ar óhjá­kvæmi­lega hætt­una á því að smit ber­ist manna á milli. „Það sem maður hef­ur áhyggj­ur af er eldra fólk sem ekki er bólu­sett. Það ætti að huga að því að láta bólu­setja sig ef það fer í ferðalög inn á svona svæði,“ seg­ir Har­ald­ur.

Skiln­ing­ur á mik­il­vægi bólu­setn­inga

Síðasti misl­ingafar­ald­ur á Íslandi var 1977, ári eft­ir að bólu­setn­ing­ar hóf­ust, en smit­sjúk­dóm­ur­inn er enn víða land­læg­ur. Í Evr­ópu hef­ur misl­inga­til­fell­um fjölgað síðustu miss­eri og m.a. komið upp í ná­granna­lönd­um okk­ar.

„Menn hafa lyft brún­um yfir þessu því það bend­ir til að bólu­setn­ing­ar séu ekki al­veg í lagi. Það eru sam­fé­lags­hóp­ar sumstaðar sem ekki eru vel bólu­sett­ir, Róma­fólkið og ákveðnir trú­ar­hóp­ar í Hollandi til dæm­is. Þar koma þess­ir sjúk­dóm­ar upp, eins og misl­ing­ar og löm­un­ar­veiki, þannig að það eru viss vanda­mál í Evr­ópu að ná því hlut­falli bólu­settra sem þarf til að ekki brjót­ist út hópsmit,“ seg­ir Har­ald­ur.

Aðspurður seg­ir hann að nei­kvæður áróður gegn bólu­setn­ing­um, sem stund­um skýt­ur upp koll­in­um, virðist ekki hafa haft mik­il áhrif hér á landi. „Fólk skil­ur mik­il­vægi þessa. Það er hóp­ur manna sem er mjög and­víg­ur bólu­setn­ing­um, en hann er mjög fá­menn­ur sem bet­ur fer.“

Á Íslandi er staðan því nokkuð góð og þátt­taka í bólu­setn­ing­um al­mennt um 90-95%. Har­ald­ur bend­ir á að þátt­tak­an sé best í fyrstu bólu­setn­ing­un­um, hjá 3 og 6 mánaða börn­um, en í 12 mánaða bólu­setn­ing­um detti hlut­fallið aðeins niður.

„Þetta sýn­ir að við þurf­um að herða okk­ur aðeins, en það nýt­ist okk­ur mjög vel hversu ná­kvæma skrá við höf­um yfir þetta. Við get­um fundið hvaða börn eru ekki bólu­sett og reynt að hafa uppi á þeim.“

Fullorðið fólk sem ekki hefur verið bólusett gegn mislingum ætti …
Full­orðið fólk sem ekki hef­ur verið bólu­sett gegn misl­ing­um ætti að íhuga bólu­setn­ingu fyr­ir ferðalög. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka