Engin niðurstaðan náðist á fundi formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi með forsta þingsins sem hófst á sjötta tímanum síðdegis. Þingfundi var ítrekað frestað í kjölfarið en hann hófst nú aftur kl. 18.30. Katrín Jakobsdóttir, þingkona VG, segir það miður að ekki hafi náðst niðurstaða á þessum fundi.
Katrín sagðist vonast til þess að þingmenn héldu áfram að vinna að lausn málsins, en það snýst um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að draga til baka aðild Íslands að ESB.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýndi forsætisráðherra harðlega og sagði að hann væri ekki reiðubúinn til sátta. Það væri til skammar.
Þá hefur komið fram í ræðum stjórnarandstæðinga að formenn ríkisstjórnarflokkanna, þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, hafi ekki lagt neina lausn á borðið á fundinum.