Fundur formanna fyrirhugaður

Frá Alþingi í dag.
Frá Alþingi í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Til stendur að formenn stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi fundi um málsmeðferðina varðandi þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið verði dregin til baka. Þetta kom fram á Alþingi í dag en ekki liggur fyrir hvenær fundurinn fer fram.

Þingfundur hófst á Alþingi klukkan 15:00 og hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar komið upp í ræðustól undir liðnum fundarstjórn forseta og kallað eftir því að þingfundi verði frestað þar til fundur formannanna hefur farið fram eða að önnur mál verði tekin á dagskrá en fyrsta dagskrármálið er þingsályktunartillaga utanríkisráðherra að loknum óundirbúnum fyrirspurnum. Gagnrýndu þeir ennfremur að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefði ekki boðað til fundar um málið undanfarna daga.

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kom upp í ræðustól og sagði ekkert því til fyrirstöðu að þingfundur héldi áfram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert