„Það geta ekki allir orðið glaðir“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Hið rök­rétta í mál­inu er að sækja um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu þegar menn vilja ganga þar inn og þess vegna mjög órök­rétt að sækja um aðild og vera að reyna að kom­ast inn í sam­bandið ef menn vilja ekki að þær viðræður beri ár­ang­ur.“

Þetta sagði Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráðherra, á Alþingi í dag í svari við fyr­ir­spurn frá Heiðu Krist­ínu Helga­dótt­ur, varaþing­manni Bjartr­ar framtíðar, sem vísaði í þau um­mæli ráðherr­ans í viðtali við Frjálsa versl­un á dög­un­um þar sem hann sagði Fram­sókn­ar­flokk­inn aðhyll­ast rót­tæka rök­hyggju. Spurði hún hvernig það kæmi heim og sam­an við þá af­stöðu að vilja ekki halda áfram um­sókn­ar­ferl­inu að Evr­ópu­sam­band­inu.

Stjórn­ar­and­stæðing­ar gagn­rýndu for­sæt­is­ráðherra harðlega fyr­ir það hvernig haldið hefði verið á mál­um varðandi þings­álykt­un­ar­til­lögu Gunn­ars Braga Sveins­son­ar, ut­an­rík­is­ráðherra, um að draga um­sókn­ina um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið til baka. Birgitta Jóns­dótt­ir, þingmaður Pírata, gagn­rýndi ráðherr­ann fyr­ir að hafa ekki boðað til fund­ar í síðustu viku um fram­hald máls­ins og sakaði hann um að hunsa stjórn­ar­and­stöðuflokk­ana í þeim efn­um.

„Ég hef eng­an hunsað. Þetta mál sem hér um ræðir er komið til þings­ins, komið til umræðu í þing­inu. Þegar svona stórt og um­deilt mál er að ræða er sjálfsagt að menn reyni að finna út úr hvernig best megi haga málsmeðferðinni þannig að hún sé sem lík­leg­ust til að skila sem mest­um ár­angri og sem flest­ir verði ánægðir. Það er ein­mitt mark­mið mitt að sem flest­ir verði glaðir. Það geta ekki all­ir orðið glaðir en best að standa þannig að mál­um að sem flest­ir séu ánægðir,“ sagði hann.

Rík­is­stjórn­in hefði orðið að svara Evr­ópu­sam­band­inu hvað hún ætlaði að gera við um­sókn­ina um inn­göngu í sam­bandið sem hún hefði erft frá fyrri stjórn. Það hefði rík­is­stjórn­in gert og fram­hald þess og úr­vinnsla væri í hönd­um þings­ins. Eðli­legt væri að þingið ræddi það hvernig best mætti haga vinnu við málið til þess að skilaði sem best­um ár­angri og sem flest­ir yrðu ánægðir.

Frá Alþingi í dag.
Frá Alþingi í dag. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert