Þingfundi slitið

Frá Alþingi í dag.
Frá Alþingi í dag. mbl.is/Ómar

Þing­fundi var slitið rétt fyr­ir kl. 20 í kvöld. Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar eru mjög ósátt­ir við að þings­álykt­un­ar­til­laga ut­an­rík­is­ráðherra um aðild Íslands að ESB verði dreg­in til baka sé enn á dag­skrá þings­ins og fjöl­menntu þeir í pontu und­ir liðnum fund­ar­stjórn for­seta til að koma at­huga­semd­um sín­um á fram­færi.

For­menn stjórn­mála­flokk­anna á Alþingi komu sam­an til fund­ar á sjötta tím­an­um í dag til að finna lausn á deil­unni. Fund­in­um lauk án niður­stöðu og um kl. 18:30 hófst þing­fund­ur aft­ur. Þá gagn­rýndu þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar for­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna fyr­ir að hafa ekki lagt fram nein­ar til­lög­ur til lausn­ar á mál­inu. 

Árni Páll Árna­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði það óhjá­kvæmi­legt að lín­ur yrðu skýrðar í þessu máli. „Núna er bolt­inn hjá for­ystu­mönn­um rík­is­stjórn­ar­flokk­anna, þeir verða að skýra af­stöðu sína í þessu máli. Við erum til­bú­in til sam­starfs,“ sagði hann.

Þingið kem­ur næst sam­an kl. 13:30 á morg­un og gera má ráð fyr­ir að umræða um þings­álykt­un­ar­til­lögu ut­an­rík­is­ráðherra haldi þá áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert