Kópavogur skorar á Alþingi í ESB-máli

Fundur í bæjarstjórn Kópavogs. Úr safni.
Fundur í bæjarstjórn Kópavogs. Úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í kvöld tillögu þar sem skorað er á Alþingi að draga til baka þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að slíta aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, lagði tillöguna fram. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Fram kemur að í tillögunni hafi einnig verið lagt til að Ísland efli samstarf við ESB og Evrópuríki og að málið verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Þá segir að tillaga Ómars hafi verið samþykkt með átta atkvæðum, en að þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi setið hjá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert