Ekki var greint frá því í tveimur svörum Seðlabankans til fjármálaráðuneytisins um kostnað við málarekstur Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á hendur bankanum að búið hafði verið að ákveða að greiða honum málskostnaðinn.
Í síðara svari bankans, sem var veitt eftir að búið var að áfrýja málinu, var vísað til dómsorðs héraðsdóms um að hvor aðili bæri sinn málskostnað, með þeim fyrirvara að málinu hefði verið áfrýjað til Hæstaréttar.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, segir ekki gott að þessar upplýsingar, ef þær lágu fyrir, hafi ekki komið fram í svari Seðlabankans. Karl Ó. Karlsson, lögmaður Seðlabankans í málinu, vissi ekki heldur um greiðslu málskostnaðarins.