Færeyjar, Noregur og ESB semja um makríl

Bátar leggja til atlögu við makríltorfur.
Bátar leggja til atlögu við makríltorfur. mbl.is/Árni Sæberg

Noregur, Færeyjar og Evrópusambandið eru sögð hafa komist að samkomulagi um skiptingu makrílkvóta og verður slíkur samningur brátt undirritaður að því er fram kemur á færeyska fréttavefnum Norðlýsið.

Nánari útlistun á kvótanum liggur ekki fyrir, en í fréttinni er talað um að hlutur Færeyinga verði 12,6%.

Þá kemur fram að hvorki Íslendingar og Rússar séu hluti af samkomulaginu sem er sagt verða undirritað í London í kvöld. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert