Makrílsamkomulag staðfest

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins fagn­ar því að sam­komu­lag hafi náðst um skipt­ingu mak­ríl­kvót­ans til næstu fimm ára. Fram kem­ur á heimasíðu ESB að sam­komu­lagið hafi verið und­ir­ritað af full­trú­um ESB, Fær­eyja og Nor­egs í dag í London.

Maria Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóri ESB, seg­ir sam­komu­lagið marka tíma­mót sem sýni ljóst að ESB vilji stunda sjálf­bær­ar fisk­veiðar. Hún seg­ir að samn­ingaviðræðurn­ar hafi staðið lengi yfir og að þær hafi tekið á. Mikið hafi verið í húfi. Sam­komu­lagið sé í sam­ræmi við áherslu sam­bands­ins á sjálf­bær­ar veiðar. Það tryggi sjálf­bærni mak­ríl­stofns­ins til lengri tíma.

Þá seg­ir hún að ís­lensk­um stjórn­völd­um standi enn til boða að ger­ast aðili að sam­komu­lag­inu í ná­inni framtíð. 

Þá seg­ir að rík­in sem aðild eiga að sam­komu­lag­inu hafi sér­stak­lega lagt til hliðar afla­hlut­deild fyr­ir mögu­leg ný aðild­ar­ríki að því.

Sam­komu­lagið gild­ir til árs­ins 2018. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert