Lýður og Bjarnfreður dæmdir í fangelsi

Lýður Guðmundsson og Bjarnfreður Ólafsson í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Lýður Guðmundsson og Bjarnfreður Ólafsson í Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is

Hæstirétt­ur hef­ur dæmt Lýð Guðmunds­son í átta mánaða fang­elsi, þar af fimm mánuði skil­orðsbundið, og Bjarn­freð Ólafs­son í sex mánaða fang­elsi, þar af þrjá mánuði skil­orðsbundið, fyr­ir brot gegn lög­um um hluta­fé­lög. 

Fimm dóm­ar­ar við Hæsta­rétt kváðu upp dóm­inn.

Í maí í fyrra dæmdi Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur Lýð, sem er fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður Ex­ista, til að greiða tvær millj­ón­ir króna í sekt fyr­ir brot á hluta­fé­laga­lög­um en Bjarn­freður Ólafs­son lögmaður var sýknaður í sama máli, sem embætti sér­staks sak­sókn­ara höfðaði á hend­ur þeim haustið 2012.

Fram kem­ur í dómi Hæsta­rétt­ar, sem féll í dag, að Lýður og Bjarn­ferður hafi verið sak­felld­ir fyr­ir brot gegn lög­um um hluta­fé­lög. Lýður með því að hafa, sem stjórn­ar­maður í BBR ehf., brotið gegn ákvæðum lag­anna um greiðslu hluta­fjár með því að greiða Ex­ista hf. minna en nafn­verð fyr­ir 50 millj­arða nýrra hluta í fé­lag­inu, en BBR ehf. skyldi greiða fyr­ir hlut­ina með 1 millj­arði hluta í Kvakk ehf., sem metn­ir höfðu verið á 1 millj­arð króna.

Var hátt­semi Lýðs tal­in varða við 1. mgr. 16. gr. laga um hluta­fé­lög.

Bjarn­freður var sak­felld­ur fyr­ir brot gegn 1. tölulið 1. mgr. sömu laga með því að hafa sent vill­andi til­kynn­ingu til fyr­ir­tækja­skrár þar sem kom fram að hækk­un á hluta­fé Ex­ista, að nafn­verði 50 millj­arðar króna, hefði að fullu verið greidd til fé­lags­ins.

Var refs­ing Lýðs ákveðin fang­elsi í 8 mánuði, en fulln­ustu 5 mánaða af henni var frestað skil­orðsbundið í 2 ár. Var refs­ing Bjarn­freðar ákveðin fang­elsi í 6 mánuði, en fulln­ustu 3 mánaða af henni var frestað skil­orðsbundið í 2 ár.

Þá var Bjarn­freður svipt­ur rétt­ind­um til þess að vera héraðsdóms­lögmaður í 1 ár.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert