Kvöldfundur stendur enn

mbl.is/Hjörtur

Fundur stendur enn á Alþingi, en kvöldfundur hófst klukkan 20. Rætt er um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að slíta aðildarviðræðum Íslands að Evrópusambandinu, en stór hluti fundartímans hefur farið í að ræða fundarstjórn forseta.

Ekkert útlit er fyrir að þingfundi ljúki í bráð, en skömmu eftir klukkan 22 í kvöld voru tólf á mælendaskrá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert