„Framtalsskilin fara mjög vel af stað. Það hafa ekki komið upp nein teljandi vandamál við framtalsgerðina,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.
„Menn virðast vera heldur fyrr á ferðinni,“ bætir hann við. Opnað var fyrir skil skattframtala síðastliðinn föstudag, 7. mars, og eru þau mun betri en á sama tíma í fyrra.
Að sögn Skúla Eggerts voru skilin í gær orðin 20 til 25% meiri en á sama tíma fyrir ári. Þegar rætt var við hann síðdegis í gær var búið að skila rúmlega 24 þúsund skattframtölum.