Arnarnesið og fleira til amerískt

Margt má sjá í íslenskri menningu og hversdagsvenjum er hægt …
Margt má sjá í íslenskri menningu og hversdagsvenjum er hægt er að tengja það sem er í gangi vestanhafs. Þórður Arnar Þórðarson

Fagfólk á ýmsum mismunandi menningartengdum sviðum á Íslandi segir amerísk áhrif gæta víða en þó mismikið eftir tímabilum. Hálf öld er liðin frá því að 60 þjóðþekktir Íslendingar mótmæltu Kanasjónvarpinu og töldu það hafa slæm áhrif á íslenskt þjóðlíf.

Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, sem kemur út á morgun, verður farið yfir ýmsa þætti svo sem matarvenjur, tísku, arkitektúr og unglingamenningu og skoðað hvort og hver hugsanleg amerísk áhrif eru sjáanleg í samfélaginu í dag og á árum áður.

Meðal þeirra sem rætt er við er Pétur H. Ármannsson arkitekt. Hann segir að lífsstíllinn sem varð vinsæll á eftirstríðsárunum, þegar einkabílaeign varð almennari og það fór að verða vinsælt að byggja einbýlishús á einni hæð í úthverfum, sé hugmynd sem kom beint frá Ameríku. „Þessi lífsstíll mótaði ákveðnar úthverfabyggðir á höfuðborgarsvæðinu eins og Kópavog, Garðabæ og Mosfellssveit. Þetta er öfugt við það sem er nú efst á baugi þar sem allir vilja búa í 101 Reykjavík.

Hverfi eins og Arnarnesið í Garðabæ er til dæmis mjög „amerískt“ að flestu leyti Þar er algjört skilyrði að vera á einkabíl því enga þjónustu er hægt að sækja innan hverfisins. Húsin eru stórar villur sem margar hverjar voru teiknaðar undir miklum áhrifum frá amerískum nútímaarkitektúr,“ segir Pétur meðal annars í spjalli við Morgunblaðið.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert