Þingfundi var slitið á Alþingi klukkan 3:32 í nótt en fyrri umferð um tillögu utanríkisráðherra, Gunnars Braga Sveinssonar, um að draga umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu til baka lauk í nótt og var send í utanríkismálanefndar.
Þingsályktunartillaga Jóns Þórs Ólafssonar, Pírötum, um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið var lögð fram til fyrri umræðu á fjórða tímanum í nótt en enginn tók til máls. Því gengur tillagan til síðari umræðu og utanríkismálanefndar.
Síðasta mál á dagskrár Alþingis í nótt var þingsályktunartillaga Katrínar Jakobsdóttur, Vinstri grænum, um formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræðurnar. Enginn tók til máls undir þessum lið og fer tillagan því til síðari umræðu og utanríkismálanefndar.
Hér er hægt að horfa og hlusta á þingfundinn í nótt