Höfrungavaða í Norðfirði

Höfrungavaða í Norðfjarðarflóa.
Höfrungavaða í Norðfjarðarflóa. Mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Íbúar á Norðfirði urðu varir við stóra höfrungavöðu í firðinum í vikunni. Vaðan var fyrst undir Bæjarbryggju og synti hún síðan út fjörðinn, út í Norðfjarðarflóa. Að sögn sjónarvotta voru um 60 til 100 dýr í vöðunni.  

Að sögn Gísla Víkingssonar, hvalasérfræðings hjá Hafrannsóknastofnun, er ekki óvenjulegt að svo stórir hópar höfrunga sjáist á sundi við landið. Um hnýðinga hafi verið að ræða, en það er algengasta höfrungategundin hér við landið.

Yfirleitt fara dýrin tíu eða færri saman í hóp, en þó geta einnig verið mörg hundruð höfrungar í vöðunum. Þegar dýrin safnast saman í hópa hafa þau yfirleitt sameinast um fæðulind, að sögn Gísla. 

Mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert