„Ákallið hærra en ég átti von á“

00:00
00:00

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra, seg­ir ákallið eft­ir þjóðar­at­kvæðagreiðslu um fram­hald aðild­ar­viðræðna að Evr­ópu­sam­band­inu hafa verið hærra en hann átti von á í ljósi þess að ekki er stuðning­ur við aðild hvorki á þingi né hjá þjóðinni. Stjórn­völd­um beri að hlusta og vinna með stöðuna á þingi.

Skoða þurfi því hvort þjóðin eigi að geta tekið af­stöðu um þings­álykt­un stjórn­ar­inn­ar um hvort slíta eigi viðræðunum. Hann seg­ir jafn­framt að marg­ar hug­mynd­ir hafi komið fram um hvernig þjóðinni verði hleypt að ákv­arðana­tök­unni og nefn­ir til­lög­ur sem hafi borist frá Vinstri-græn­um, Pír­öt­um og Bjartri framtíð sem ut­an­rík­is­mála­nefnd þurfi að skoða vand­lega. 

Samstaða sé inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að hlusta bæði á þau sjón­ar­mið sem séu á þingi og þau sem hafi m.a. birst í mót­mæl­um og und­ir­skrifta­söfn­un­um að und­an­förnu. Bjarni seg­ir jafn­framt mik­il­vægt að líta ekki svo á að slit á viðræðunum þýði ein­hvers kon­ar kul í sam­skipt­um við Evr­ópu­sam­bandið og úti­loki aðra um­sókn í framtíðinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert