Segir atkvæðagreiðslu koma til greina

Bjarni Benediktsson á Alþingi.
Bjarni Benediktsson á Alþingi. mbl.is/Árni Sæberg

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, segir stjórnarandstæðinga hafa oftúlkað orð sín í kosningabaráttunni þegar hann ræddi um ákvörðun um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Hann segir enn koma til greina að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðnanna.

Þetta kom fram í ræðu Bjarna á þingfundi á ellefta tímanum í kvöld. Þingfundur stóð enn yfir á miðnætti og óvíst hvenær honum lýkur.

Í samræmi við stjórnarsáttmálann

Í ræðu sinni sagði Bjarni að þingsályktunartillaga utanríkisráðherra um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að ESB væri í samræmi við stjórnarsáttmálann. Því gæti ríkisstjórnin ekki haft það á stefnuskrá sinni að klára aðildarviðræðurnar. Rætt hefði verið um þjóðaratkvæðagreiðslu í kosningabaráttunni og við myndun ríkisstjórnarinnar.

Bjarni sagði enn koma til greina að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu og sagðist gera greinarmun á því hvort efna ætti til þjóðaratkvæðagreiðslu um þingsályktunartillöguna sjálfa eða hvort kjósa ætti um hvort ljúka ætti viðræðunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka