Sundabraut á samgönguáætlun

Fyrirhuguð Sundabraut.
Fyrirhuguð Sundabraut. mbl.is

Í nýrri samgönguáætlun sem Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun ber helst til tíðinda að Sundabraut kemur nú aftur inn á samgönguáætlun.

Fram kemur að hugað sé að mögulegri fjármögnun framkvæmdarinnar með þátttöku einkaaðila. Áætlunin var samþykkt á fundinum og næstu skref eru að leggja hana fyrir Alþingi sem tillögu til þingsályktunar.

Hugmyndir að Sundabraut eru fjarri því að vera nýjar af nálinni því hún hefur verið inni á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar frá árinu 1984. Lítið hefur farið fyrir umræðu um hana eftir efnahagshrun en árið 2008 var kostnaður við framkvæmdina áætlaður á bilinu 30-40 milljarðar króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert