Frumvörpin sama og tilbúin

Tryggvi Þór Herbertsson.
Tryggvi Þór Herbertsson. mbl.is/Valdís Þórðardóttir

Frumvörp um skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar vegna heimilanna í landinu eru nánast tilbúin að sögn Tryggva Þórs Herbertssonar, verkefnisstjóra um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána.

„Þau eru meira eða minna klár. Þannig að þetta er bara að fara að líta dagsins ljós hvað úr hverju,“ segir Tryggvi í samtali við mbl.is. „Þetta er svo að segja búið, ef við myndum vinna að þessu til tólf í kvöld þá væri þetta búið.“ Eftir sé aðeins frágangsvinna en unnið hafi verið að verkinu um helgina.

Hann segir að næsta skref sé þannig í raun að málið verði kynnt í ríkisstjórn. Spurður hvort það gæti orðið á reglubundnum ríkisstjórnarfundi á föstudaginn segir hann það hugsanlegt en það sé ekki á hans könnu að ákveða það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert