Fundur í kennaradeilunni hófst kl. 14

Við samningaborðið í húsi ríkissáttasemjara í dag.
Við samningaborðið í húsi ríkissáttasemjara í dag. mbl.is/ Kristinn Ingvarsson

Fundur í kjaradeilu kennara og stjórnenda í framhaldsskólum hófst í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14. Í gær var fundað langt fram á kvöld, en á tíunda tímanum varð ljóst að samningar myndu ekki nást og var þá ljóst að boðað verkfall hæfist í dag.

Framhaldsskólakennarar gera kröfu um 17% launahækkun, sem þeir segja að sá sá munur sem er á launum þeirra og sambærilegra stétta hjá ríkinu.

Ríkissáttasemjari lagði fram drög að samningi á tíunda tímanum í gærkvöldi og notuðu fulltrúar framhaldsskólakennara kvöldið og fyrri part dags til að fara yfir drögin. Hvorki þeir, né fulltrúar samninganefndar ríkisins, hafa viljað tjá sig um einstök efnisatriði þeirra, en þó er ljóst að í þeim felst m.a. meiri launahækkun en kennurum hafði áður verið boðin.

Einnig hefur fengist staðfest frá báðum aðilum að í drögunum séu hugmyndir um styttingu náms til stúdentsprófs og breytingar á vinnufyrirkomulagi framhaldsskólakennara.

Mörg þúsund sitja heima í dag

Skólahald féll niður í öllum framhaldsskólum landsins í dag nema í Verzlunarskóla Íslands og í Fjölmennt, sem er símenntunar- og þekkingarmiðstöð fyrir fatlað fólk, 20 ára og eldra.

Í Félagi framhaldsskólakennara eru um 1.800 félagsmenn og í Félagi stjórnenda í framhaldsskólum eru um 100, samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Kennarasambands Íslands. Um 20.000 nemendur eru í framhaldsskólum á landinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert