Hælisleitandi grunaður um tilefnislausar árásir á konur

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. Brynjar Gauti

Hæstirétt­ur hef­ur fellt úr gildi úr­sk­urð Héraðsdóms Reykja­vík­ur þess efn­is að karl­maður frá Erít­r­eu sæti gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um tvær lík­ams­árás­ir. Maður­inn kom hingað til lands 23. fe­brú­ar síðastliðinn og er þetta í annað skiptið sem kraf­ist er gæslu­v­arðhalds yfir hon­um frá þeim tíma. Maður­inn sótti um hæli þegar hann kom hingað til lands.

Fyrri lík­ams­árás­in er sögð hafa verið fram­in að kvöldi 4. mars utan við hús á Bergþóru­götu í Reykja­vík. Hafi kona sem ekki þekk­ir mann­inn verið á gangi heim til sín þegar hann gaf sig á tal við hana. Að lok­um hafi maður­inn stungið upp á því að kon­an kæmi með hon­um heim. Þegar hún hafi hafnað því hafi maður­inn ráðist á hana með högg­um og spörk­um, kýlt hana í and­litið og sparkað í hana liggj­andi. Vitni hafi verið að árás­inni. Tekn­ar hafi verið skýrsl­ur af brotaþola og vitn­inu. Lýs­ing þeirra á árás­ar­mann­in­um passi við lýs­ingu manns­ins. Þá hafi árás­in átt sér stað mjög nærri dval­arstað hans. Þá hafi myndsak­bend­ing verið fram­kvæmd og brotaþoli bent á mann­inn.

Þá er maður­inn grunaður um sér­stak­lega hættu­lega lík­ams­árás sem fram­in var aðfaranótt 13. mars á Ing­ólfs­stræti í Reykja­vík. Henni er svo lýst í grein­ar­gerð lög­reglu­stjór­ans á höfuðborg­ar­svæðinu: „Sam­kvæmt framb­urði brotaþola sem tek­inn hafi verið á slysa­deild var brotaþoli að koma úr versl­un 10/​11 í [...] Aust­ur­stræti og hafi gengið eft­ir Lækj­ar­götu þegar karl­maður, út­lend­ing­ur, svart­ur á hör­und, hafi komið upp að henni og tekið utan um hana og látið eins og hann væri vin­ur henn­ar. Hafi brotaþola fund­ist þetta mjög óþægi­legt og stjakað mann­in­um frá sér og forðað sér upp brekk­una meðfram Mennta­skól­an­um í Reykja­vík.

Þegar hún hafi verið kom­in efst í brekk­una hafi hún veitt því at­hygli að maður­inn var á eft­ir henni. Hún hafi gengið áfram að versl­un Bón­us við Hall­veig­ar­stíg og áfram suður Ing­ólfs­stræti og maður­inn enn verið á eft­ir henni. Skyndi­lega hafi maður­inn verið kom­inn al­veg upp að henni og hafi ráðist án nokk­urs fyr­ir­vara á hana og slegið hana með afli með gler­flösku ofan á höfuðið. Sagðist hún aðeins hafa vankast við höggið en forðað sér á hlaup­um til baka eft­ir Ing­ólfs­stræti í átt að Bón­us við Hall­veig­ar­stíg þar sem hún hafi hitt mann sem sat í bif­reið og hafi hann aðstoðað hana.“

Maður­inn neit­ar sök en þrátt fyr­ir það tel­ur lög­regla yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að hann hafi verið árás­armaður­inn. „Telji lög­reglu­stjóri brot þau sem hér um ræði vera þess eðlis að gæslu­v­arðhald sé nauðsyn­legt með til­liti til al­manna­hags­muna. Ófor­svar­an­legt þyki að kærði gangi laus þegar sterk­ur grun­ur leiki á að hann hafi framið svo al­var­lega lík­ams­árás sem hon­um er gef­in að sök.“

Þá seg­ir að brot­in séu þess eðlis að það stríði gegn rétt­ar­vit­und manna að hann gangi laus á meðan mál­in eru til meðferðar.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur féllst á kröf­una og úr­sk­urðaði mann­inn í gæslu­v­arðhald til 10. apríl næst­kom­andi. Hæstirétt­ur var hins veg­ar á öðru máli og seg­ir í dómi rétt­ar­ins að þrátt fyr­ir að maður­inn sé und­ir rök­studd­um grun um að hafa framið brotið sé því skil­yrði ekki full­nægt að sterk­ur grun­ur leiki á því. Var úr­sk­urður­inn því felld­ur úr gildi.

Frétt mbl.is: Hæl­is­leit­andi úr­sk­urðaður í far­bann

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert