Illugi samdi við KFUM og KFUK

Á myndinni eru Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Auður Pálsdóttir, …
Á myndinni eru Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Auður Pálsdóttir, formaður KFUK og KFUM, Gyða Karlsdóttir, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK, og Karitas H. Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, og KFUM og KFUK á Íslandi undirrituðu samning um ráðstöfun á fjárframlagi til samtakanna í dag.

Í samningnum er meðal annars kveðið á um að samtökin eigi að hafa aðgerðaráætlun til að bregðast við málum er tengjast kynferðislegu ofbeldi eða einelti, að því er segir í frétt á vef ráðuneytisins. Í samningnum er einnig vakin athygli á mikilvægi þess að samtökin vinni gegn hatursorðræðu á netinu og í starfsemi sinni.

Starfsemi KFUM og KFUK felst einkum í að skipuleggja fjölbreytt félags- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni og er meginmarkmiðið með stuðningi ríkisins við samtökin að efla þessa starfsemi, að því er segir í fréttinni.

Stuðningur ríkisins við starf KFUM og KFUK tekur einnig mið af gildi starfseminnar sem félags-, forvarna-, uppeldis- og menntunarvettvangur barna og ungmenna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka