Varðskipið Týr í nýjum litum liggur nú við Faxagarð í Reykjavík.
Á dögunum var gengið frá samningum milli Landhelgisgæslunnar og Fáfnis Offshore sem leigir skipið áfram til gæslu-, björgunar- og þjónustustarfa til sýslumannsins á Svalbarða með heimahöfn í Longyearbyen.
Vegna þessa hefur skipið verið málað rautt og hvítt sem eru einkennislitir embættis sýslumanns á eyjunni í norðurhöfum, sem er norskt yfirráðasvæði.