Frelsi í utanríkisviðskiptum mikilægt

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. mbl.is/Golli

„Staða Íslands í ut­an­rík­is­viðskipt­um er að mörgu leyti öf­undsverð,“ seg­ir meðal ann­ars í skýrslu Gunn­ars Braga Sveins­son­ar, ut­an­rík­is­ráðherra, sem lögð hef­ur verið fram á Alþingi og ráðherr­ann mun vænt­an­lega flytja síðar í vik­unni. Þannig tryggi EES-samn­ing­ur­inn aðkomu Íslands að innri markaði Evr­ópu­sam­bands­ins á sama tíma og landið sé hluti af víðfeðmu neti fríversl­un­ar­samn­inga á vett­vangi Fríversl­un­ar­sam­taka Evr­ópu (EFTA) sem nái til stórs hluta heims­ins.

„Þar að auki höf­um við tæki­færi til að sækja á nýj­ar lend­ur á eig­in for­send­um eins og sann­ast hef­ur með metnaðarfull­um fríversl­un­ar­samn­ingi okk­ar við fjöl­menn­ustu þjóð heims, Kín­verja, sem og eina þá fá­menn­ustu, frænd­ur okk­ar í Fær­eyj­um. Í þessu felst frelsi og mik­ill sveigj­an­leiki sem er ís­lensku efna­hags­lífi gríðarleg­ur styrk­ur. Slík­um sveigj­an­leika og drif­krafti væri ekki til að dreifa nema vegna sjálf­stæðis okk­ar til at­hafna á sviði ut­an­rík­is­viðskipta.“

Mörg tæki­færi fyr­ir ís­lensk­ar vör­ur og hug­vit

Fram kem­ur að nýir markaðir fyr­ir ís­lensk­an varn­ing og hug­vit hafi orðið til á skömm­um tíma og ís­lenskt at­hafna­fólk sé að störf­um um víða ver­öld. Ör hag­vöxt­ur og hröð þróun í alþjóðaviðskipt­um skapi spenn­andi tæki­færi fyr­ir Íslend­inga í ný­markaðsríkj­um eins og til að mynda Bras­il­íu, Indlandi og Víet­nam. Þá standi Íslend­ing­ar vel að vígi með að nýta sér mögu­leik­ana sem birt­ast í aukn­um kaup­mætti og breytt­um neyslu­venj­um í Asíu, Afr­íku og Suður-Am­er­íku.

„Tæki­fær­in sem Íslend­ing­ar standa frammi fyr­ir eru þó líka vel sýni­leg keppi­naut­um okk­ar. Sam­keppni um markaðsaðgang er mik­il og vegna þrá­tefl­is­ins í samn­ingaviðræðum aðila inn­an Alþjóðaviðskipta­stofn­un­ar­inn­ar hef­ur orðið mik­il aukn­ing í gerð tví­hliða og svæðis­bund­inna fríversl­un­ar­samn­inga á und­an­förn­um árum. Þar er oft­ar en ekki kapp­hlaup um aðgengi. Þannig geta taf­ir á gerð samn­inga þýtt það að farið er á mis við tæki­færi.“

Einnig er rætt í skýrsl­unni um norður­slóðir og mik­il­vægi þró­un­ar mála þar fyr­ir hags­muni Íslands. Bent er á að af aðild­ar­ríkj­um Norður­skauts­ráðsins sé Ísland eina ríkið í þeirri stöðu að all­ir borg­ar­ar þess búi á því svæði. „Menn­ing okk­ar og sjálfs­vit­und verður ekki slit­in úr þessu sam­hengi og á þjóðin að nýta þetta á sem flest­um sviðum. Mál­efni norður­slóða eru kjarn­inn í ut­an­rík­is­stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar og end­ur­spegl­ar stjórn­arsátt­mál­inn þessa hugs­un.“

Friður og ör­yggi ekki sjálf­sagður hlut­ir

Evr­ópu­mál­in eru einnig rædd og lögð áhersla á að sam­skipti Íslands við Evr­ópu­sam­bandið verði áfram í önd­vegi þó for­send­ur hafi breyst. Sam­starfið snú­ist fyrst og fremst um EES-samn­ing­inn líkt og und­an­farna tvo ára­tugi. „Evr­ópa er einn okk­ar mik­il­væg­asti markaður og við vilj­um áfram tengj­ast Evr­ópu og Evr­ópu­sam­band­inu traust­um bönd­um. Við höf­um sótt fram á sam­eig­in­leg­um evr­ópsk­um markaði, markað okk­ur sér­stöðu og rekið þar hags­muna­gæslu gagn­vart ná­grönn­um okk­ar.“

Þá er fjallað um ör­ygg­is­mál með til­liti til stöðunn­ar í heims­mál­un­um. Ekki sé gefið að friður, ör­yggi og stöðug­leiki ríki í þeim heims­hluta sem Íslend­ing­ar byggi þó slíku sé gjarn­an tekið sem gefn­um hlut. Vísað er til stöðu mála í Úkraínu í því sam­bandi. Enn sé allt óvíst hvernig þróun mála verði í þeim efn­um. „Friður og ör­yggi stórs hluta Evr­ópu er í húfi og það er hlut­verk Íslend­inga að standa vakt­ina með sam­starfsaðilum okk­ar og leggja lóð á vog­ar­skál­ar svo friðvæn­legt verði á ný.“

Skýrsla ut­an­rík­is­ráðherra í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert