Meirihlutinn vill þjóðaratkvæði

Borgarstjórn Reykjavíkur.
Borgarstjórn Reykjavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Meiri­hluti borg­ar­stjórn­ar Reykja­vík­ur samþykkti í dag álykt­un þar sem skorað er á Alþingi að boða til þjóðar­at­kvæðagreiðslu um fram­hald aðild­ar­viðræðna við Evr­ópu­sam­bandið.

„Í sam­ræmi við gef­in fyr­ir­heit verði dreg­in til baka til­laga um að viðræðum verði slitið og ákvörðun um fram­hald þeirra sett í þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Með því mun rík­is­stjórn­in leit­ast við að virkja sam­taka­mátt þjóðar­inn­ar og vinna gegn því sund­ur­lyndi og tor­tryggni sem ein­kennt hef­ur ís­lensk stjórn­mál og umræðu í sam­fé­lag­inu um nokk­urt skeið,“ seg­ir í álykt­un­inni.

Tíu borg­ar­full­trú­ar, þ.e. full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Besta flokks­ins og VG, samþykktu álykt­un­ina, en sjálf­stæðis­menn sátu hjá. 

Alþingi hvatt til þess að vinna í víðtæku sam­ráði

Borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins fögnuðu þeim vilja sem fram hef­ur komið að ná sem breiðastri sátt um næsta skref í aðild­ar­viðræðunum. Með því get­ur Alþingi leit­ast við að vinna gegn þeirri tor­tryggni, sem ein­kennt hef­ur umræðuna um málið frá því að rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar og VG hóf aðild­ar­viðræður á ár­inu 2009 án þess að vísa þeirri ákvörðun í þjóðar­at­kvæðagreiðslu,“ seg­ir í til­lögu þeirra.

Þar seg­ir einnig að ít­rekuð sé sú stefna borg­ar­stjórn­ar­hóps Sjálf­stæðis­flokks­ins að vinna að niður­stöðum allra mála í góðri sátt við borg­ar­búa og að vísa ákvörðunum í mik­il­væg­um mál­um til þeirra. Er Alþingi hvatt til að kanna all­ar leiðir sem fær­ar eru til að vinna í víðtæku sam­ráði.

Til­lag­an var felld með tíu at­kvæðum gegn fimm at­kvæðum borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert