Ríkisútvarpið í of stórum fötum

Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri.
Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri. mbl.is/Þórður

„Þessi staða er verri en menn vonuðust til. Það er al­veg ljóst að það kom á óvart hver hún væri. Ástæðurn­ar eru nokkr­ar. Aðallega er það auðvitað mik­ill niður­skurður á op­in­beru fram­lagi á síðustu mánuðum síðasta árs sem hef­ur mest að segja. Síðan blas­ir meðal ann­ars við að hagræðing­araðgerðir sem farið var í nóv­em­ber hafa skilað sér hæg­ar og verr en ráð var fyr­ir gert. Það já­kvæða í stöðunni er hins veg­ar að framtíðar­horf­ur eru góðar.“

Þetta seg­ir Magnús Geir Þórðar­son út­varps­stjóri í sam­tali við mbl.is spurður út í end­ur­skoðaða og upp­færða rekstr­aráætl­un Rík­is­út­varps­ins sem kynnt var á fundi stjórn­ar í gær þar sem fram kem­ur að tap fyrstu sex mánuði rekstr­ar­árs­ins séu rúm­ar 300 millj­ón­ir. Til­kynnt var í morg­un um um­fangs­mikl­ar skipu­lags­breyt­ing­ar hjá Rík­is­út­varp­inu. „Þegar okk­ur hef­ur tek­ist að inn­leiða þess­ar breyt­ing­ar að fullu þá verður komið jafn­vægi á rekst­ur­inn. Sam­hliða ætl­um við að horfa á starf­sem­ina heild­stætt og stokka hana upp því það má segja að Rík­is­út­varpið í dag sé í of stór­um föt­um.

Starf­sem­in hef­ur dreg­ist mikið sam­an á liðnum árum og það hef­ur verið tálgað utan af henni. En nú er kom­inn tími til þess að horfa heild­stætt á þetta, stokka spil­in upp á nýtt til þess að ein­falda ferla og tryggja að fjár­mun­ir nýt­ist bet­ur og beint í dag­skrána, meira fari í inni­hald og minna í umbúðir, því Rík­is­út­varpið á auðvitað fyrst og fremst að vera stofn­un sem skap­ar mikið og gott inni­hald,“ seg­ir hann.

Hægt að gera gott efni úr því sem Rík­is­út­varpið hef­ur

Magnús vík­ur í þeim efn­um að hús­næðismál­um Rík­is­út­varps­ins. Fara þurfi yfir þau mál og hvernig megi koma þeim í hag­kvæm­ari far­veg. Hús­næðið sé of stórt og áhvílandi lán íþyngj­andi. „Það er aug­ljóst að mínu mati að eitt­hvað þurfi að gera í þeim efn­um. Leiðin er ekki al­veg ljós en við vilj­um að Rík­is­út­varpið snú­ist um inni­haldið en í dag er starf­sem­in of háð þessu húsi og háum lán­um af því.“

Spurður um skipu­lags­breyt­ing­arn­ar, sem meðal ann­ars fela í sér að öll­um fram­kvæmda­stjór­um Rík­is­út­varps­ins verði sagt upp og ráðið í nýja fram­kvæmda­stjórn, og fyr­ir­hugaða hagræðingu af þeim seg­ir Magnús: „Þess­ar breyt­ing­ar eru til ein­föld­un­ar og hagræðing­ar en fyrst og fremst er verið að breyta áhersl­um. Það er verið að leggja aukna áherslu á dag­skrá. Dag­skrár­sviðin fá aukið vægi í nýju skipu­lagi, stoðsvið eru ein­földuð og þeim fækkað.“

Spurður hvort þörf sé á meira fram­lagi frá rík­inu til Rík­is­út­varps­ins seg­ir hann: „Það er al­veg ljóst að það hef­ur verið gengið harka­lega fram gegn Rík­is­út­varp­inu og of langt í niður­skurði. Það er al­ger­lega ljóst að ekki má ganga lengra. Slíkt myndi lama starf­sem­ina. En ég tel að við get­um gert heil­mikið og gott dag­skrárefni úr því sem við höf­um í dag.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert