Snjómugga víða á landinu

Holtavörðuheiði
Holtavörðuheiði mbl.is/Gúna

Víða á land­inu verður snjóm­ugga og skafrenn­ing­ur fram á kvöld og suðaust­an­lands tals­verð of­an­hríð og hvasst allt aust­ur á firði. Suðvest­an- og sunn­an­lands mun hins veg­ar lægja og rofa mikið til eft­ir klukk­an 16 til 18 og jafn­framt hlýn­ar upp fyr­ir frost­mark á lág­lendi.

Snjóþekja er á Reykja­nes­braut og hálku­blett­ir á Grinda­vík­ur­vegi.

Hálka og skafrenn­ing­ur á Sand­skeiði, Hell­is­heiði og í Þrengsl­um. Hálka eða hálku­blett­ir nokkuð víða á Suður­landi. Hálku­blett­ir og skafrenn­ing­ur eru á Reyn­is­fjalli við Vík.

Á Vest­ur­landi eru hálku­blett­ir nokkuð víða. Hálka er á Fróðár­heiði og snjóþekja á  Svína­dal.

Á Vest­fjörðum er snjóþekja, hálka eða hálku­blett­ir á flest­um leiðum. Þæf­ings­færð og skafrenn­ing­ur á Kletts­hálsi og Kleif­a­heiði. Víða er skafrenn­ing­ur á Vest­fjörðum.

Þæf­ings­færð og skafrenn­ing­ur er yst á Siglu­fjarðar­vegi, veg­far­end­ur beðnir að sýna sér­staka aðgát vegna snjóflóðahættu.

Það er snjóþekja, hálka eða hálku­blett­ir á veg­um á Norður­landi. Ófært er á Hólas­andi. Þæf­ings­færð og skafrenn­ing­ur er á Sand­vík­ur­heiði og Hóla­heiði og ófært í Hófa­sk­arði.

Opið er yfir Mý­vatns- og Möðru­dals­ör­æfi og þar er snjóþekja og skafrenn­ing­ur og óveður við Bisk­ups­háls. Snjóþekja er á Vopna­fjarðar­heiði.

Á Aust­ur­landi er snjóþekja á flest­um leiðum. Ófært og óveður er á Fjarðar­heiði. Einnig er ófært og skafrenn­ing­ur á Vatns­karði eystra en mokst­ur stend­ur yfir. Á Fagra­dal er snjóþekja og skafrenn­ing­ur en snjóþekja og snjó­koma  á Odds­skarði. Snjó­koma eða élja­gang­ur með suðaust­ur­strönd­inni og snjóþekja suður að Jök­uls­ár­lóni. Hálku­blett­ir og óveður er í Öræf­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert