Sungu fyrir náttúru Íslands

Fullt var út úr dyrum á tónleikunum Stopp - gætum garðsins! sem fram fóru í Eldborgarsal Hörpu í kvöld. Björk Guðmundsdóttir og Patti Smith voru meðal þeirra sem stigu á svið við góðar undirtektir.

Patti Smith söng m.a. lag sitt Because the Night en auk þess flutti hún lagið Perfect Day í minningu vinar síns Lous Reeds, sem lést nýverið. Auk Bjarkar og Patti Smith komu fram á tónleikunum sænska söngkonan Lykke Li og íslensku hljómsveitirnar Mammút og Of Monsters and Men.

Markmið tónleikanna er að vekja athygli á náttúruvernd og hvetja stjórnvöld til að sjá til þess að ný lög um náttúruvernd taki gildi hinn 1. apríl. 

Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar tilkynnti í dag 24 milljóna króna styrk til söfnunarinnar. Með því framlagi náðist alls að safna 35 milljónum króna með þessu framtaki náttúruverndarsinna.

Sjá viðtal mbl.is við Björk og Darren Aronofsky í tilefni tónleikanna: Verðmæti náttúru skert með raski.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert