Vél á leið frá Keflavík hvarf árið 1970

Kort/Elín Esther

Mörg­um þykir með öllu óskilj­an­legt að stór flug­vél geti horfið. Þetta hef­ur þó gerst nokkr­um sinn­um. Ein horfnu vél­anna var á leið frá Kefla­vík til Kan­ada árið 1970. Um borð voru 23, 15 farþegar og átta í áhöfn.

Um borð í malasísku farþegaþot­unni sem nú er leitað voru 239 manns. Hún hvarf 8. mars á leið sinni frá Kuala Lump­ur í Malas­íu til Pek­ing í Kína.

Ekk­ert hef­ur enn spurst til henn­ar.

Frá ár­inu 1948 hafa 87 flug­vél­ar, sem taka fleiri en 14 farþega, horfið. Flest­ar þeirra hafa enn ekki fund­ist, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sam­tak­anna Aviati­on Sa­fety Network.

Ekki er lengra síðan en árið 2009 er stór farþegaþota Air France hvarf. Um borð voru 209 farþegar og tólf manna áhöfn. Vél­in var á leið frá Bras­il­íu til Frakk­lands en hrapaði í Atlants­hafið. Hún var af gerðinni Air­bus A330-203. Fimm dög­um eft­ir hrapið fannst loks brak úr vél­inni og einnig fund­ust tvö lík. Það var þó ekki fyrr en í maí tveim­ur árum síðar að flug­riti henn­ar fannst. Árið 2012 var svo gef­in út skýrsla um slysið. Hraðamæl­ar vél­ar­inn­ar höfðu bilað, lík­lega vegna ís­ing­ar. 

Borðuðu lík­in til að lifa af

22. mars árið 1957 hvarf vél banda­ríska flug­hers­ins suðaust­ur af Tókýó í Jap­an. Um borð voru 57 farþegar og tíu manna áhöfn. Lík þeirra fund­ust aldrei.

13. októ­ber árið 1972 hvarf vél úr­úg­væska flug­hers­ins í And­es-fjöll­un­um í Suður-Am­er­íku. Um borð voru 45 manns, m.a. ruðningslið. 72 dög­um síðar tókst leit­ar­hóp­um að finna þá sem lifðu slysið af. Í ljós kom að þeir höfðu m.a. lagt lík fé­laga sinna sér til munns til að halda lífi.

Hvarf 47 mín­út­um eft­ir flug­tak frá Kefla­vík

18. júlí árið 1970 hvarf vél sov­éska flug­hers­ins af rat­sjá um 47 mín­út­um eft­ir flug­tak frá Kefla­vík, að því er fram kem­ur m.a. á vefn­um Aviati­on Sa­fety Network. Um borð voru 23, 15 farþegar og átta í áhöfn. Vél­in var af gerðinni Ant­onov 22. Hún var á leið til Syd­ney í Kan­ada en þaðan átti hún svo að fljúga til Lima í Perú. Þangað átti vél­in að flytja hjálp­ar­gögn, m.a. lyf og mat­væli. Vél­ar­inn­ar var leitað í júlí og ág­úst, m.a. með þátt­töku NATO. Brak úr vél­inni fannst sem og björg­un­ar­bát­ur. Talið er hugs­an­legt að spreng­ing hafi orðið um borð með þeim af­leiðing­um að vél­in hrapaði. Minn­ing­ar­reit­ir um þá sem fór­ust eru bæði í Moskvu og Lima.

Nokkr­ar áhuga­verðar staðreynd­ir um horfn­ar flug­vél­ar:

  • Frá ár­inu 1948 hafa fimm flug­vél­ar, sem taka meira en 14 farþega, horfið í Bermúda-þrí­hyrn­ingn­um.
  • Á tíma­bil­inu hafa nítj­án flug­vél­ar af gerðinni DC-3 horfið. 
  • Að meðaltali hafa 13 farþegar horfið með hverri vél.
  • Á tíma­bil­inu hafa að meðaltali horfið 1,2 flug­vél­ar.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert