Hagvöxtur umfram væntingar í fyrra leiddi til verulegrar fjölgunar starfa fyrir fólk með grunnskólapróf. Atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra breyttist hins vegar lítið.
Samkvæmt Vinnumálastofnun voru 1.667 án vinnu með háskólapróf í febrúar 2013 en 1.614 í febrúar í ár, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.
Margir eru oft um hituna þegar störf losna og má nefna að alls sóttu 137 um starf við kynningarmál hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Launin eru sögð hófleg. Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs, segir fjölgun starfa í ferðaþjónustu og mannvirkjageiranum hafa óveruleg áhrif á framboð starfa fyrir háskólamenntaða.