Fundi lokið án niðurstöðu

Áhugasamir nemendur mættu í Menntaskólann í Reykjavík í gær og …
Áhugasamir nemendur mættu í Menntaskólann í Reykjavík í gær og lærðu þrátt fyrir yfirstandandi verkfall framhaldsskólakennara. mbl.is/Golli

Fundi samninganefndar ríkisins og Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum lauk um klukkan fimm í dag án niðurstöðu, að sögn Ólafs H. Sigurjónssonar, formanns Félags stjórnenda í framhaldsskólum.

Hann segir að ekkert nýtt sé að frétta af kjaradeilunni, en í dag er þriðji dagur verkfalls framhaldsskólakennara.

Fundurinn í dag hófst klukkan ellefu en að honum loknum funduðu stóru samninganefndir deiluaðila hvor í sínu horni. „Það eru ákveðin atriði sem við þurfum að skoða betur,“ segir Ólafur.

Fundað verður í húsi ríkissáttasemjara klukkan níu í fyrramálið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert