Kærir úrskurð í Aserta-máli

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, í héraðsdómi.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, í héraðsdómi. mbl.is/Styrmir Kári

Sérstakur saksóknari kærði í byrjun vikunnar úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í svonefndu Aserta-máli. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Í málinu eru fjórir karlmenn ákærðir fyrir brot gegn lögum og reglum um gjaldeyrismál.

Meint brot mannanna gengu út á milligöngu um gjaldeyrisviðskipti með íslenskar krónur gegn erlendum gjaldeyri og fjármagnsflutninga á íslenskum krónum til Íslands tengda þeim viðskiptum. Starfsemin var rekin í nafni sænska félagsins Aserta AB sem hinir ákærðu réðu yfir. Viðskiptin voru fyrir 14,3 milljarða króna, án heimildar Seðlabanka Íslands.

Héraðsdómur Reykjaness vísaði ákærunni frá vegna óskýrleika. Sérstakur saksóknari hyggst láta reyna á það fyrir Hæstarétti hvort ákæran sé nógu skýr til að málið haldi áfram fyrir héraðsdómi.

Frétt mbl.is: Frávísun samþykkt í Aserta-máli

Frétt mbl.is: Gjaldeyrisviðskipti fyrir héraðsdómi

Frétt mbl.is: Ákærðir fyrir 14,3 milljarða millifærslur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert