Skilti með upplýsingum um eldgosahættu frá Heklu verða sett upp við gönguleiðir á fjallið í vor.
Veggspjöld með sömu upplýsingum verða sett upp á viðkomustöðum ferðamanna á Suðurlandi svo sem í upplýsingamiðstöðvum og söluskálum.
Ferðamönnum verður jafnframt gert kleift að fá upplýsingar sendar í farsíma ef hættuástand skapast vegna eldsumbrota, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.