„Ég mun aldrei styðja það“

Alþingi Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Alþingi Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Því er ég efnislega ósammála. Ég mun aldrei styðja það. Ég er ekki rétt að flytja vald til Evrópusambandsins nema við verðum aðilar að því. Svo einfalt er það mál,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag í umræðum um skýrslu utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál. Vísaði hann þar til krafna af hálfu Evrópusambandsins um að þau aðildarríki EES-samningsins sem ekki væru í sambandinu gengjust eftir sem áður undir vald þess á ákveðnum sviðum en það fer í bága við stjórnarskrá lýðveldisins.

„Ég tel fullveldi þjóðarinnar það mikilvægt að það verði ekki framselt til alþjóðastofnana nema við eigum sæti þar við borðið. Við getum deilt fullveldi okkar með öðrum en við afhendum öðrum ekki yfirráð yfir íslenskum málum,“ sagði Árni Páll ennfremur og lagði áherslu á að sjálfur teldi hann fara best á því að Ísland gengi í Evrópusambandið.

Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi sömuleiðis ríkisstjórnina fyrir að hafa viðhaft ógætilegar yfirlýsingar í garð Evrópusambandsins á liðnum mánuðum sem væru ekki til þess fallnar að styrkja samningsstöðu Íslands í ýmsum samningaviðræðum sem framundan væru við sambandið. Meðal annars sem fallið hefðu í tengslum við umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið þar sem ýmis ummæli þeirra hafi verið villandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert