Eldfjöllin vekja athygli

Heklugos árið 2000.
Heklugos árið 2000. mbl.is/RAX

„Umræða um eldfjöll á Íslandi vekur alheimsathygli,“ sagði Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur og verkefnastjóri hjá Almannavarnadeild RLS. Íslenskar stofnanir fengu margar fyrirspurnir um hvort Heklugos væri yfirvofandi í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um kvikusöfnun í Heklu.

Morgunblaðið greindi nýlega frá því að kvikusöfnun og þensla í Heklu væri orðin meiri en hún varð fyrir Heklugosið árið 2000. Fleiri fjölmiðlar tóku málið upp. Sumir skildu fréttaflutninginn þannig að nýjar upplýsingar gæfu til kynna að Heklugos væri yfirvofandi. Upplýsingarnar hafa legið fyrir allt frá 2006.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fékk m.a. fyrirspurnir frá sendiráðum, öryggisfyrirtækjum, einstaklingum o.fl. Aðrar stofnanir fengu einnig fyrirspurnir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert