Framrúða fauk úr rútu á Laugum

Búðardalur.is/Karl Ingi Karlsson

Framrúða fauk í heilu lagi úr farþegarútu sem var á bílastæðinu við íþróttahúsið að Laugum í Sælingsdal í dag, en mikill veðurofsi er á svæðinu. Rúðan fauk um fimmtíu til sextíu metra frá rútunni.

Sagt er frá málinu á vefsíðunni Búðardalur.is.

Starfsmenn KM-Þjónustunnar í Búðardal komu til hjálpar og komu rútunni í skjól.

Í fréttinni segir jafnframt að veðrið hafi verið afar slæmt í Búðardal í dag, en Svíndalur var til að mynda lokaður í allan dag vegna ófærðar og stórhríðar.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að ófært sé á Fróðárheiði og í Svínadal vegna stórhríðar og þungfært og stórhríð sé einnig á milli Búða og Hellna. 

Búðardalur.is/Karl Ingi Karlsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert