Gunnar Bragi staðfestir þvingunaraðgerðir

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. mbl.is/Golli

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra staðfesti í dag þvingunaraðgerðir gegn rússneskum og úkraínskum einstaklingum sem tengjast aðgerðum Rússa á Krímskaga.

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytingu segir að í ljósi þeirrar stöðu sem upp sé komin á Krímskaga hafi EFTA-ríkin ákveðið á þriðjudaginn að slá á frest frekari viðræðum við tollabandalag Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kasakstan um fríverslun. 

Utanríkisráðherra fordæmir jafnframt innlimun Rússlands á Krím og ítrekar fyrri yfirlýsingar sínar um ólögmæti atkvæðagreiðslunnar sem fór fram seinasta sunnudag um að Krímskagi skyldi verða hluti af Rússlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka