Vilja fríverslunarviðræður við Japan

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Til­lögu til þings­álykt­un­ar um að hafn­ar verði fríversl­un­ar­viðræður við Jap­an verður dreift á Alþingi síðar í dag. Þetta kom fram í ræðu sem Össur Skarp­héðins­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, greindi frá í umræðum á Alþingi í dag um skýrslu Gunn­ars Braga Sveins­son­ar, ut­an­rík­is­ráðherra, um ut­an­rík­is- og alþjóðamál.

Sagðist Össur standa að þeirri þings­álykt­un­ar­til­lögu ásamt nokkr­um öðrum þing­mönn­um. Benti hann á að Jap­an hefði opnað á gerð fríversl­un­ar­samn­inga við önn­ur ríki á und­an­förn­um árum. Mætti segja að hver fríversl­un­ar­samn­ing­ur­inn hafi rekið ann­an sem Jap­an­ir hefðu gert. Þar á meðal við tví­hliða samn­ing við Sviss. Sagðist hann hafa átt von á því að Gunn­ar Bragi léti það verða eitt af sín­um fyrstu verk­um að óska eft­ir slík­um viðræðum sem fyrri rík­is­stjórn hefði ekki kom­ist í að gera.

Einnig lagði Össur áherslu á mik­il­vægi þess að fyr­ir­huguð upp­færsla á fríversl­un­ar­samn­ingi Fríversl­un­ar­sam­taka Evr­ópu (EFTA), sem Ísland er aðili að, við Kan­ada færi fram.

Frétt mbl.is: Ræddu um fríversl­un í Jap­an

Frétt mbl.is: Ræddu um jarðhita og fríversl­un

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert