Guðríður Arnardóttir tekur við formennsku Félags framhaldsskólakennara á morgun en aðalfundur félagsins var settur í dag. Hún er bjartsýn á að verkfallið verði ekki jafn langt og síðast þegar það varði í 8 vikur en til þess þurfi að falla frá því að blanda kerfisbreytingum inn í kjaraviðræðurnar.
„Við erum að semja á grundvelli laga sem voru sett 2008 og eiga að taka gildi 2015 og við höfum auðvitað gengið að samningaborðinu með það markmið að aðlaga kjarasamninga kennara að þeim lögum," segir Guðríður.