Lokað er um Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu.
Flughált er á Hellisheiði og á Sandskeiði. Óveður er á Kjalarnesi. Hálka eða hálkublettir eru nokkuð víða á Suðurlandi.
Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka eða hálkublettir. Hálka og skafrenningur er á Bröttubrekku og á Holtavörðuheiði. Ófært er á Fróðárheiði og í Svínadal en þar er stórhríð. Óveður er í Staðarsveit.
Á Vestfjörðum er ófært og stórhríð á flestöllum leiðum, þó er þæfingsfærð og óveður á nokkrum leiðum á láglendi. Snjóþekja og stórhríð er á Innstrandavegi.
Á Norðurlandi vestra eru hálkublettir eða snjóþekja á flestum leiðum. Hálkublettir, éljagangur og skafrenningur er í Húnavatnssýslum en snjóþekja og snjókoma í Skagafirði. Ófært og stórhríð er á Þverárfjalli, á Siglufjarðarvegi og í Héðinsfirði.
Á Norðurlandi eystra er ófært og stórhríð á flestum leiðum austan Eyjafjarðar. Ófært og stórhríð er á Öxnadalsheiði og þungfært í Öxnadal. Lokað er um Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu.
Lokað er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði.
Á Austurlandi er snjóþekja á Fljótsdalshéraði en ófært er við Heiðarendann. Hálka og skafrenningur er á Fagradal en snjóþekja og éljagangur á Oddsskarði. Ófært er á Fjarðarheiði og á Vatnsskarði eystra. Greiðfært er frá Reyðarfirði og með suðurströndinni.