Þyrlurnar verða appelsínurauðar

TF-SYN ætti ekki að fara fram hjá neinum eftir andlitslyftinguna.
TF-SYN ætti ekki að fara fram hjá neinum eftir andlitslyftinguna. Ljósmynd/Flugtæknideild Landhelgisgæslunnar

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SYN er væntanleg til landsins í kvöld, en síðastliðna mánuði hefur hún verið í umfangsmikilli skoðun og viðhaldi í Noregi. Settur var í þyrluna nætursjónaukabúnaður sem gerir hana mun hæfari til leitar-, björgunar- og eftirlitsstarfa hér við land.

Þyrlan var einnig máluð í nýjum áberandi appelsínurauðum lit sem til stendur að allar þyrlur Landhelgisgælunnar beri í framtíðinni.

Landhelgisgæslan telur að þessi litur hæfi betur björgunarþyrlunum, þar sem hann er mjög áberandi og auðkennandi fyrir björgunartæki. Algengt er að björgunarþyrlur og flugvélar, sérstaklega á norðurslóðum, séu málaðar í áberandi litum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert