Gunnar Bragi minntist þeirra sem létust

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. mbl.is/Golli

Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra lagði blóm til minn­ing­ar um þá sem látið hafa lífið í Úkraínu á Sjálf­stæðis­torg­inu í Kænug­arði, höfuðborg lands­ins, í dag. Á fés­bók­arsíðu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins seg­ir að mörg­um sem voru á torg­inu hafi legið mikið á hjarta.

Ráðherr­ann er í op­in­berri heim­sókn sem lýk­ur á morg­un, sunnu­dag, en í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær­kvöldi sagði hann að meg­in­mark­mið ferðar­inn­ar væri að sýna stuðning við úkraínsku þjóðina.

„Við ætl­um að hitta ut­an­rík­is­ráðherra Úkraínu, Andrii Des­hc­hytsia. Við ætl­um að hitta þing­menn og full­trúa hinna ýmsu frjálsu fé­laga­sam­taka. Þá mun­um við heim­sækja skrif­stofu Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­un­ar Evr­ópu,“ sagði hann.

Þá ræddi Gunn­ar Bragi einnig við blaðamenn í fjöl­miðlamiðstöðinni sem sett var upp vegna mót­mæl­anna í borg­inni fyrr í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert