Gunnar Bragi minntist þeirra sem létust

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. mbl.is/Golli

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lagði blóm til minningar um þá sem látið hafa lífið í Úkraínu á Sjálfstæðistorginu í Kænugarði, höfuðborg landsins, í dag. Á fésbókarsíðu utanríkisráðuneytisins segir að mörgum sem voru á torginu hafi legið mikið á hjarta.

Ráðherrann er í opinberri heimsókn sem lýkur á morgun, sunnudag, en í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi sagði hann að meginmarkmið ferðarinnar væri að sýna stuðning við úkraínsku þjóðina.

„Við ætlum að hitta utanríkisráðherra Úkraínu, Andrii Deshchytsia. Við ætlum að hitta þingmenn og fulltrúa hinna ýmsu frjálsu félagasamtaka. Þá munum við heimsækja skrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu,“ sagði hann.

Þá ræddi Gunnar Bragi einnig við blaðamenn í fjölmiðlamiðstöðinni sem sett var upp vegna mótmælanna í borginni fyrr í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert