Mótmælt á Austurvelli

Samstöðufundur á Austurvelli.
Samstöðufundur á Austurvelli. mbl.is/Ómar

Boðað hefur verið til kröfufundar á Austurvelli klukkan 15 í dag þar sem þess er krafist að þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB viðræður verði haldin. Yfir 52 þúsund hafa skrifað undir slíka áskorun á netinu.

„Við krefjumst efnda á loforðinu: Þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna við ESB á kjörtímabilinu! Við viljum sýna stjórnmálamönnum að það þýðir ekkert að „stinga hausnum í steininn“, og við höldum ótrauð áfram þar til lýðræðið hefur sigrað og sættum okkur ekki við neitt sýndarlýðræði og við viljum kjósa um áframhald viðræðnanna, eins og lofað var,“ segir í tilkynningu frá þeim sem standa að fundinum í dag.  

Dagskrá

 14:45 – Snorri Helgason tónlistarmaður hitar upp

15:00 – Sif Traustadóttir fundarstjóri setur fundinn

15:10 – Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur

15:20 – Svana Helen Björnsdóttir, stofnandi og stjórnarformaður Stika

15:30 – Viktor Orri Valgarðsson stjórnmálafræðingur

15:40 – Leynigestur

15:45 – Rokkbandið Kaleo

16:00 - Hvatningarorð og fundi slitið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert