Talið er að um tvö þúsund manns hafi mótmælt áformum ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum á mótmælafundi á Austurvelli klukkan þrjú í dag. Krafist er að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði ekki dregin til baka, heldur að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðnanna verði þess í stað haldin.
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, Svana Helen Björnsdóttir, stofnandi og stjórnarformaður Stika, og Viktor Orri Valgarðsson stjórnmálafræðingur fluttu öll erindi á fundinum.