Mótmæltu á Austurvelli

Mótmælt var á Austurvelli í dag. Myndin er úr safni.
Mótmælt var á Austurvelli í dag. Myndin er úr safni. mbl.is/Ómar

Talið er að um tvö þúsund manns hafi mót­mælt áform­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar í Evr­ópu­mál­um á mót­mæla­fundi á Aust­ur­velli klukk­an þrjú í dag. Kraf­ist er að aðild­ar­um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu verði ekki dreg­in til baka, held­ur að þjóðar­at­kvæðagreiðsla um áfram­hald viðræðnanna verði þess í stað hald­in.

Guðmund­ur Andri Thors­son rit­höf­und­ur, Svana Helen Björns­dótt­ir, stofn­andi og stjórn­ar­formaður Stika, og Vikt­or Orri Val­g­arðsson stjórn­mála­fræðing­ur fluttu öll er­indi á fund­in­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert