Segja aðgerðir Orkustofnunar vonbrigði

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Rax

Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar lýsir yfir vonbrigðum með að Orkustofnun skuli hafa ákveðið einhliða að endurmeta virkjanakosti sem þegar hafa verið skilgreindir á grundvelli Rammaáætlunar.

Í tilkynningu frá stjórninni segir að hugmyndin um Rammaáætlun sé að skapa breiða sátt um vernd, bið eða nýtingu mismunandi virkjanakosta. Því sé það með öllu óviðunandi að ríkisstofnun fari fram með þessum hætti.

Samtök ferðaþjónustunnar skora á ráðherra að setja skýrar reglur um forsendur vegna endurupptöku þeirra virkjanakosta sem eru í vernd samkvæmt lögum og tillögum Rammaáætlunar.

„Einungis þannig er hægt að horfa til framtíðar í verndar- og orkunýtingaráætlun Íslands,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka