Vaðlaheiði sprengd á nýjan leik

Volgt vatn streymdi úr bergvegg Vaðlaheiðarganga en nú hefur tekist …
Volgt vatn streymdi úr bergvegg Vaðlaheiðarganga en nú hefur tekist að loka æðinni. Ljósmynd/Vaðlaheiðargöng

Eft­ir níu daga hlé frá spreng­ing­um í Vaðlaheiði var byrjað á nýj­an leik að sprengja í gær, eft­ir að lokið var við um­fangs­mikla bergþétt­ingu í göng­un­um. Loka þurfti heita­vatnsæð sem fannst í göng­un­um, með rúm­lega 50 gráðu heitu vatni.

Illa  gekk að loka æðinni og var ekk­ert hægt að sprengja á meðan. Vatns­rennslið var 60 til 70 lítr­ar á sek­úndu.

Miklu magni af steypu var dælt í hol­ur til að þétta bergið og í gær tókst loks að loka æðinni. Göng­in eru nú orðin 2.002 metra löng.

Fram kem­ur á frétta­vefn­um Viku­degi að ýms­ir hafi velt því fyr­ir sér hvort fleka­flóðið sem fór af stað í Vaðlaheiði í gær sé af völd­um spreng­inga í göng­un­um, en for­svars­menn Vaðlaheiðarganga segja að svo sé ekki.

Snjóflóð féll í Vaðlaheiði

Ekk­ert sprengt í níu daga

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert