Fiskflutningabíll valt á Möðrudalsöræfum

Mjög erfitt verður að ná bílnum upp á veginn aftur.
Mjög erfitt verður að ná bílnum upp á veginn aftur. mbl.is/Jón Sigurðarson Vopnafirði

Flutningabíll sem var að flytja fisk í körum valt um miðjan dag á Möðrudalsöræfum. Bílstjóri flutningabílsins slapp ómeiddur.

Ekki hefur verið hægt að ná bílnum upp á veginn aftur en til þess þarf stóran krana og fleiri tæki.

Vegurinn á Mývatns- og Möðrudalsöræfum sem og um Vopnafjarðarheiði var opnaður á ný í dag eftir að hafa verið lokaður í þrjá daga. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er þar einungis einbreitt með útskotum og eru vegfarendur beðnir um að sýna sérstaka aðgát. Búist er við að vegirnir lokist aftur er líður á kvöldið.

Bíllinn er enn á hliðinni enda ekki auðvelt að athafna …
Bíllinn er enn á hliðinni enda ekki auðvelt að athafna sig á þessum slóðum. mbl.is/Jón Sigurðarson Vopnafirði
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert