Kólnar nokkuð skarpt í nótt

Það kólnar nokkuð skarpt úr vestri í nótt. Á flestum fjallvegum um vestanvert landið má
gera ráð fyrir snjó og hálku, en á láglendi ættu vegir að haldast áfram blautir, samkvæmt ábendingum veðurfræðings Vegagerðarinnar.

Það er þoka á Hellisheiði. Hálkublettir eru á Mosfellsheiði og á Lyngdalsheiði, annars eru vegir á Suðvestur- og Suðurlandi að mestu greiðfærir.

Á Vesturlandi eru vegir að mestu greiðfærir en þó er hálka í Álftafirði og á Felsströnd en hálkublettir á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og nokkuð víða í Dölum. Ófært er á Fróðárheiði.

Á Vestfjörðum er hálka á Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldum og Gemlufallsheiði. Snjóþekja og hálkublettir eru í Ísafjarðardjúpi. Hálkublettir eru úr Reykhólasveit í Brjánslæk og á Kleifaheiði og Mikladal en snjóþekja á Hálfdán.

Á Norðvesturlandi eru vegir að mestu auðir en þó eru hálkublettir á Siglufjarðarvegi og á útvegum. Hálkublettir á Öxnadalsheiði en í Eyjafirði og í Þingeyjarsýslum er víða meiri hálka og ófært er á Hólasandi. Hálka er með ströndinni frá Húsavík að Þórshöfn.

Á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði er ófært vegna veðurs.

Á Austurlandi er ófært og stórhríð á Fjarðarheiði, hálkublettir eru á Oddsskarði en þæfingur er á Hróarstunguvegi. Hálkublettir eða snjóþekja er víða á vegum á Fljótsdalshéraði. Snjóþekja og óveður er á Vatnsskarði eystra. Greiðfært er frá Egilsstöðum með suðausturströndinni en frekar hvasst er undir Eyjafjöllum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert