Skárri tónn en engin lausn

Herjólfur siglir nú aðeins einu sinni á virkum dögum milli …
Herjólfur siglir nú aðeins einu sinni á virkum dögum milli lands og Eyja og aldrei um helgar. mbl.is/Eggert

Samn­inga­nefnd­ir Sjó­manna­fé­lags Íslands og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins funduðu hjá rík­is­sátta­semj­ara í dag vegna kjara­mála und­ir­manna á Herjólfi, en án ár­ang­urs. Næsti samn­inga­fund­ur hef­ur ekki verið boðaður. Í millitíðinni er yf­ir­vinnu­bann og boðað verk­fall enn í gildi.

Aðgerðir vegna kjara­deil­unn­ar hóf­ust 5. mars en síðan þá hef­ur Herjólf­ur ekki siglt eft­ir kl. 17 eða um helg­ar, vegna yf­ir­vinnu­banns starfs­manna. Í síðustu viku var svo bætt við ein­um verk­falls­egi í viku, á föstu­dög­um, sem þýðir að 3 daga í viku er ekk­ert siglt.

Samn­inga­fund­ur­inn hjá rík­is­sátta­semj­ara í dag var nokkuð lengri en verið hef­ur að und­an­förnu. Aðspurður seg­ir Jón­as Garðars­son, formaður Sjó­manna­fé­lags Íslands, þó ekki þar með sagt að kom­inn sé sáttatónn.

„Mér fannst hann nú held­ur skárri, en það er ekki gott að segja. Það var alla­vega setið eitt­hvað yfir þessu og farið vel yfir þetta allt sam­an, en ég ætla ekk­ert að segja til um í hvaða átt það er.“

Lág­marks­krafa Sjó­manna­fé­lags­ins er 43% launa­hækk­un, 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert