Þvert á sjávarútvegsstefnu ESB

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ríki geta ekki staðið fyr­ir utan sam­eig­in­lega sjáv­ar­út­vegs­stefnu Evr­ópu­sam­bands­ins gangi þau í sam­bandið. Þetta kom fram í svari Thom­as Hag­leitners, full­trú­ar stækk­un­ar­deild­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, við fyr­ir­spurn frá Guðlaugi Þór Þórðar­syni, þing­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins, á fundi sam­eig­in­legr­ar þing­manna­nefnd­ar Alþing­is og Evr­ópuþings­ins sem fram fór í Reykja­vík í dag en hann er ann­ar formaður nefnd­ar­inn­ar.

„Ég spurði hann að því hvort ríki gætu staðið fyr­ir utan sam­eig­in­lega stefnu Evr­ópu­sam­bands­ins í sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­mál­um og það kom al­veg skýrt fram hjá hon­um að það væri ekki hægt. Það þýðir ein­fald­lega að okk­ar mark­mið að halda yf­ir­ráðum yfir sjáv­ar­út­vegsauðlind­inni okk­ar er ekki í boði. Það fer þvert á sjáv­ar­út­vegs­stefnu sam­bands­ins,“ seg­ir Guðlaug­ur.

Hann seg­ist enn­frem­ur hafa spurt Hag­leitner hvort ríki sem hætti viðræðum um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið gætu sótt um að nýju. Hag­leitner hafi sagt að ekk­ert væri því til fyr­ir­stöðu.

Frétt mbl.is: Ræðir sam­skipti Íslands og ESB

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert